Hálkublettir á höfuðborgarsvæðinu

Það borgar sig að fara varlega í vetrarfærðinni.
Það borgar sig að fara varlega í vetrarfærðinni. mbl.is/Golli

Hálkublettir eru nokkuð víða á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. 

Á Suður- og Vesturlandi er hálka eða hálkublettir nokkuð víða. Það er einnig hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum á Vestfjörðum. 

Hálka eða hálkublettir eru á flestum vegum á Norðurlandi. Dettifossvegur er lokaður. Á Austurlandi er hálka, snjóþekja og hálkublettir. Hálka eða hálkublettir eru með suðausturströndinni.

Í dag og á morgun er útlit fyrir norðlæga átt, strekkingur eða allhvass vindur austanlands, en hægari annars staðar á landinu. Yfirleitt bjart veður sunnan- og vestanlands, en dálítil él norðaustan til. Áfram kalt í veðri og tveggja stafa frosttölur að mælast í flestum landshlutum. 

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert