Hvetji starfsfólk til að skilja bílinn eftir

Lögregla gerir annað slagið átak vegna ölvunaraksturs.
Lögregla gerir annað slagið átak vegna ölvunaraksturs. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Fagráð um umferðarmál skorar á fyrirtæki og stofnanir á Íslandi að taka þátt í baráttunni gegn ölvunarakstri, sem og akstri undir áhrifum annarra vímuefna.

„Fyrirtæki og aðrir vinnustaðir standa gjarnan fyrir jólasamkomum þegar aðventan gengur í garð þar sem starfsfólk gerir sér glaðan dag. Á slíkum samkomum er algengt að áfengi sé haft um hönd og um leið eykst hættan á ölvunarakstri,“ segir í ályktun fagráðsins.

„Vinnustaðir geta lagt sitt af mörkum með því að hvetja starfsfólk til að skilja bílinn eftir heima þegar jólafögnuður er á dagskrá. Vinnustaðir og starfsmannafélög geta einnig skipulagt heimferð starfsfólks, hvort heldur með hópbifreið eða leigubílum. Tökum aldrei sénsinn. Komum heil heim.“

Í Fagráði samgönguráðuneytis um umferðarmál sitja fulltrúar hagsmunaaðila í samgöngumálum á landi. Þeir eru, í stafrófsröð:

Akstursíþróttasamband Íslands AKÍS

Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra

Bifhjólasamtök lýðveldisins Sniglar

Bílgreinasambandið

Brautin, bindindisfélag ökumanna

Félag íslenskra bifreiðaeigenda

Íþrótta- og ólympíusamband Íslands

Landsamband vörubifreiðastjóra

Landsamtök hjólreiðamanna

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Ríkislögreglustjórinn og Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu

Samband íslenskra sveitarfélaga

Samgöngustofa: Gunnar Geir Gunnarsson

Samtök ferðaþjónustunnar: Herdís Jónsdóttir

Samtök fjármálafyrirtækja SFF: Jón Hannes Kristjánsson

Samtök um bíllausan lífsstíl: Björn Teitsson

Slysavarnafélagið Landsbjörg: Jónas Guðmundsson ,

SVÞ Samtök verslunar og þjónustu: Eva María Árnadóttir

Vegagerðin

Velferðarráðuneytið

Ökukennarafélag Íslands

Öryrkjabandalag Íslands

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert