Íslendingar vilja alltaf fara upp

Ulrike segir gott að ganga í kór í nýju landi …
Ulrike segir gott að ganga í kór í nýju landi til að kynnast fólki. mbl.is/​Hari

Hún reynir alltaf að ganga til liðs við kóra þegar hún flytur til landa þar sem hún þekkir engan, því að syngja saman er frábær leið til að kynnast heimafólki og aðlagast nýju þjóðfélagi. Ulrike Beck syngur í fyrsta sinn opinberlega með Söngfjelaginu á morgun.

„Allt byrjaði þetta með því að ég fór í fjallgöngu á hálendi Íslands í fyrrasumar í hópi sem samanstóð af Íslendingum og Þjóðverjum, en skipuleggjandinn var Ósk Vilhjálmsdóttir, sem er meðlimur í Söngfjelaginu. Við Ósk fórum að spjalla í göngunni um söng og reyndar sungum við líka í þessari göngu, sem var mjög skemmtilegt. Í framhaldinu hvatti hún mig til að sækja um inngöngu í Söngfjelagið, sérstaklega í ljósi þess að ég hef verið í mörgum kórum. Það tók nokkurn tíma að fá samþykki, en ég gekk til liðs við kórinn í haust,“ segir hin þýska Ulrike Beck í Morgunblaðinu í dag.

Hún hlakkar til morgundagsins, því þá syngur hún í fyrsta sinn opinberlega með Söngfjelaginu á aðventutónleikum í Langholtskirkju. Ulrike hefur búið á Íslandi undanfarin tvö ár, en hún er eiginkona þýska sendiherrans, Herberts Beck.

Sjá viðtal við Ulrike Beck í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert