Kona beit lögreglumann

Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt.
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt. mbl.is/Hjörtur

Á þriðja tímanum í nótt handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu konu fyrir að bíta lögreglumann er hann hugðist aðstoða hana vegna mikillar ölvunar hennar. Konan gistir nú fangageymslur lögreglu.

Á fjórða tímanum barst lögreglu tilkynning um að karlmaður hefði verið sleginn í höfuðið með flösku. Lögregla kom á vettvang og var maðurinn fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans. Ekki er vitað á þessari stundu hver réðst á manninn með þessum hætti.

Þá var stúlka handtekin skömmu fyrir miðnætti í gær vegna gruns um líkamsárás. Hún gistir nú fangageymslu. Minni háttar meiðsl hlutust af árás stúlkunnar, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Í gærkvöldi og nótt stöðvaði lögreglan fjölda ökumanna vegna gruns um ölvunarakstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna um allt höfuðborgarsvæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert