Línur farnar að skýrast

Frá Hafnarfirði.
Frá Hafnarfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Farið er að leggja línur fyrir framboðslista flokka í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor. Þessa dagana er mikið fundað um hvernig raðað skuli á lista og búast má við stöðugum fréttum af framboðsmálum eftir að jólahátíðin er afstaðin.

„Ég ætla að gefa aftur kost á mér til að leiða listann,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í umfjöllun um framboðsmálin í nokkrum stærstu sveitarfélögum landsins í Morgunblaðinu í dag.

„Ég er nú eiginlega ekki búin að ákveða það,“ sagði Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar og oddviti Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, um mögulegt framboð. Endurnýjun verður á lista Samfylkingar í bænum því Gunnar Axel Axelsson oddviti og Margrét Gauja Magnúsdóttir, sem skipaði annað sæti listans, gefa ekki kost á sér.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Sjálfstæðismanna í Kópavogi, staðfestir í Morgunblaðinu að hann gæfi kost á sér til endurkjörs í vor.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert