Sjálfstæðismenn stýra 3 nefndum

Þingflokksformenn og formenn stjórnmálaflokkanna hafa fundað stíft um skiptingu verka …
Þingflokksformenn og formenn stjórnmálaflokkanna hafa fundað stíft um skiptingu verka á Alþingi. Samkomulag er enn ekki í höfn. mbl.is/​Hari

Þingflokkur sjálfstæðismanna tilnefnir formenn í allsherjar- og menntamálanefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og utanríkismálanefnd, þingflokkur framsóknarmanna tilnefnir formann fjárlaganefndar og þingflokkur Vinstri grænna tilnefnir formann atvinnuveganefndar.

Þessi skipting er háð því að samkomulag náist um að stjórnarandstöðuflokkarnir taki að sér formennsku í þremur fastanefndum. Ekki hefur verið gengið frá því, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Fastanefndir Alþingis eru átta og samkvæmt þingstyrk fá stjórnarflokkarnir fimm fulltrúa í þeim öllum og stjórnarandstöðuflokkarnir fjóra. Samkomulag er á milli ríkisstjórnarflokkanna um að Sjálfstæðisflokkurinn fái þrjá fulltrúa í þremur nefndum og tvo í fimm. VG fái tvo fulltrúa í fjórum nefndum og einn fulltrúa í fjórum. Framsóknarflokkurinn fær tvo fulltrúa í einni nefnd og einn í hinum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert