Sjúkdómur getur borist hingað

Ekki er mikið vitað um sjúkdómastöðu villtra fugla hér á …
Ekki er mikið vitað um sjúkdómastöðu villtra fugla hér á landi. Vegna sjúkdóms í Bretlandi er talið mikilvægt að kanna stöðuna. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sjúkdómur sem breiðist út í villtum gæsum og öndum í Bretlandi gæti borist hingað vegna þess að íslenskar gæsir og endur hafa vetursetu á Bretlandseyjum.

Í umfjöllun um mál þetta í  Morgunblaðinu í dag segir, að ekki hafi verið staðfest að sníkjudýrið sem veldur þessu sé í fuglum hér sem holdmærur en ýmsar tegundir þess finnast í öðrum dýrum hér á landi.

Sníkjudýrið Sarcocystosis sem Bretar nefna hrísgrjónabrjóst vegna þess hvernig einkenni þess koma fram í holdi sýktra fugla er algengt í öndum í Bandaríkjunum, að því er fram kemur í grein í The Telegraph, en var fyrst greint í Bretlandi árið 2010. Það er fyrst nú sem það veldur usla þar í landi. Tilkynnt hefur verið um einhverja tugi tilfella. Verið er að rannsaka málið betur enda er talið að sýkingin geti haft áhrif á stofna anda og gæsa í landinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert