Stærsti bruni í bænum í 30 ár

Með því að brjóta húsnæði Skipaþjónustunnar niður var „Rauða húsinu“ …
Með því að brjóta húsnæði Skipaþjónustunnar niður var „Rauða húsinu“ svokallaða, sem kom frá Hesteyri 1956, bjargað. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Slökkvistörfum á Suður­tanga á Ísaf­irði lauk um níuleytið í morgun og en þar hafði mikill eld­ur blossaði upp um klukk­an 11 í gær­kvöldi

Eld­urinn kom upp í hús­næði Skipaþjón­ustu HGSamkvæmt upplýsingum frá lögreglu er beðið eftir tæknideild frá Reykjavík til að rannsaka eldsupptökin. 

Við slökkvistörf tókst að bjarga gömlu tveggja hæða timburhúsi, „Rauða hús­inu“ svo­kallaða, á Suðurgötu 10 með því að brjóta niður húsnæði Skipaþjónustunnar með jarðvinnuvélum. 

Um fimm­tíu manns frá slökkviliði Ísa­fjarðar, slökkviliði Ísa­fjarðarflug­vall­ar, slökkviliði Bol­ung­ar­vík­ur, björg­un­ar­sveit­um og Ísa­fjarðar­höfn tóku þátt í aðgerðinni. 

Gylfi Þór Gíslason, varðstjóri á Ísafirði, segir þetta vera stærsta bruna í bænum í 30 ár. 

„Síðast var það kirkjan 1987. Ég hef verið hér síðan 1997 og man ekki eftir álíka bruna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert