Þarf að sækja um ríkisborgararétt

Systkinin Anna Heiða Kvist og Brian Jakob Campbell.
Systkinin Anna Heiða Kvist og Brian Jakob Campbell.

„Þeir sendu mér aftur bréf frá Útlendingastofnun um að við gætum sótt um íslenskan ríkisborgararétt fyrir Brian og greitt fyrir það 7.500 krónur,“ segir Anna Heiða Kvist, systir Brians Jakobs Campbell sem fastur er án vegabréfs í Viborg í Danmörku.

„Ég skrifaði til baka og benti þeim á að það hjálpaði honum ekki í þessari stöðu hér og nú. Hann er ekki með vegabréf og kemst ekki úr landi. Þá fékk ég tölvupóst um að ég þyrfti að bíða í 10-15 daga eftir svari. Ég skil ekki alveg hvernig er unnið þarna en býst samt við því að við sendum inn umsókn,“ segir Anna Heiða ennfremur í Morgunblaðinu í dag.

Morgunblaðið hefur fjallað um mál Brians í vikunni en hann fæddist á Íslandi og flutti til Bandaríkjanna fimm ára gamall þar sem hann ólst upp hjá föður sínum. Hann ákvað að flytja til systur sinnar í Danmörku í leit að betra lífi og fékk útgefið bráðabirgðavegabréf til að komast þangað. Dönsk yfirvöld vildu síðar senda Brian heim til Íslands en þá kom babb í bátinn því íslensk stjórnvöld sögðu að eftir nánari skoðun litu þau ekki á hann sem Íslending heldur Bandaríkjamann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert