Vill líka byggja hús fyrir heimilislausa

Mörg þúsund heimili eyðilögðust og yfir 100 manns létust.
Mörg þúsund heimili eyðilögðust og yfir 100 manns létust. AFP

„Ég er svo þakklát fyrir hvað komu margir. Takk fyrir. Fólk var ánægt með matinn og margir smökkuðu vegan mat í fyrsta skipti,“ segir Chang frá Víetnam sem stóð fyrir söfnun til styrktar íbúum Víetnam sem misstu heimili sín í mannskæðum stormi sem reið yfir landið í byrjun nóvember.

Hún ásamt vinum sínum skipulagði veg­an hlaðborðið í Ármúla 9 í gærkvöldi. Alls söfnuðust tæplega 300 þúsund krónur. Sú upphæð rennur beint til þeirra sem urðu verst úti. Á næstu dögum verða peningarnir sendir út til Víetnam þar sem keyptur verður meðal annars matur, teppi og lyf fyrir þá sem misstu aleigu sína. 

Ekki er annað að sjá en fólk hafi verið mjög ánægt með matinn sem það fékk á hlaðborðinu í gær en margir hafa lýst ánægju sinni með hann í Facebook-hópnum Vegan Ísland

„Í janúar langar mig að halda annað hlaðborð og safna meiri pening. Fólkið þarf hús,“ segir Chang eða Kristín Kristjánsdóttir eins og hún kallar sig eftir að hún flutti til Íslands árið 2010. Það er greinilegt að hún ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í að hjálpa frændum sínum og frænkum í Víetnam. 

Þeir sem vilja styrkja styrkja íbúa Víetnam er bent á eftirfarandi reikning: 

Reikningur: 515-14-413020
Kennitala: 250686-4399

Chang eða Kristín Kristjánsdóttir.
Chang eða Kristín Kristjánsdóttir. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert