Ætlaði að hjálpa en var stunginn

Árásin var gerð á Austurvelli fyrir rúmri viku.
Árásin var gerð á Austurvelli fyrir rúmri viku. mbl.is/Ómar Óskarsson

Klevis Sula, sem lést af áverkum sem hann hlaut í hnífstunguárás á Austurvelli, hafði ætlað að rétta árásarmanninum hjálparhönd. Sá hafi hins vegar ráðist á Kelvis að tilefnislausu. Þetta sagði móðir Klevis, sem komin er hingað til lands, í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Klevis var tvítugur Albani. Hann hafði dvalið hér í nokkra daga er árásin var gerð. Áður hafði hann dvalið í lengri tíma á Íslandi.

Landi hans var einnig stunginn í árásinni. Sá hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Maður sem grunaður er um árásina er í gæsluvarðhaldi.

„Klevis var ljúfur og góður. Hann kom til Íslands til að vinna og öðlast betra líf,“ sagði Enea Sula, bróðir Klevis, í viðtali við Stöð 2.

Viðtalið við aðstandendur Klevis í heild á Vísi.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert