Ágætis skíðafæri víða

Hlíðarfjall var opnað í byrjun mánaðarins.
Hlíðarfjall var opnað í byrjun mánaðarins. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opið í dag. Einnig verður opið á skíðasvæðinu í Oddsskarði og á Siglufirði og Ísafirði.

Í Hlíðarfjalli verður opið milli klukk­an 10 og 16. Aðstæður eru góðar, troðinn þurr snjór og stillt og fal­legt veður er í fjall­inu en nokkuð kalt.

Skíðasvæðið Skarðsdal á Siglufirði verður opið í dag milli klukkan 11 og 16. Klukkan 9 í morgun var logn og 5 stiga frost á svæðinu.

Á skíðasvæði Ísa­fjarðarbæj­ar er um 8 stiga frost og stilla. Tvær lyft­ur verða opn­ar sem og göngu­skíðabraut­ir.

Byrjendalyftan í Oddsskarði verður opin milli klukkan 11 og 15 í dag. 5 stiga frost er á svæðinu og smáél. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert