Hlýnar í veðri

Svona er veðurútlitið í hádeginu á morgun, mánudag.
Svona er veðurútlitið í hádeginu á morgun, mánudag. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Eftir nokkra jökulkalda daga á landinu er nú von á að það taki að hlýna í veðri. Á morgun, mánudag, verður hægvirði og léttskýjað og áfram kalt fram eftir degi. En seinni partinn verður vaxandi sauðaustanátt á Suður- og Vesturlandi. Þá þykknar upp og dregur úr frosti.

Veðurvefur mbl.is.

Veðurspá næstu daga er svo þessi samkvæmt Veðurstofu Íslands:

Á þriðjudag:
Suðaustan 10-18 m/s og rigning eða slydda, en snjókoma til fjalla. Hiti 0 til 5 stig. Hægari vindur á Norður- og Austurlandi, úrkomulítið og minnkandi frost. Suðaustan 5-13 og skúrir eða él undir kvöld, en rigning suðaustanlands. Hiti kringum frostmark. 

Á miðvikudag:
Snýst í norðaustan 8-13 m/s. Slydda eða rigning með köflum og snjókoma til landsins, en styttir upp á Suður- og Vesturlandi. Víða frostlaust við ströndina, annars vægt frost. 

Á fimmtudag:
Norðan 8-13 og dálítil él, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 0 til 5 stig. 

Á föstudag:
Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt og bjartviðri, en él við norðausturströndina. Frost 2 til 12 stig. 

Á laugardag:
Suðaustanátt með rigningu, slyddu eða snjókomu, en úrkomulítið norðaustantil á landinu. Hiti kringum frostmark. 

Á sunnudag:
Líkur á að snúist til norðanáttar með snjókomu eða slyddu, en styttir upp á sunnanverðu landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert