Horft yfir Eyjafjörð

mbl.is/Þráinn Hafsteinsson

„Myndin er tekin í gær um klukkan 09.30 á leið frá Húsavík til Reykjavíkur í farflugshæð, 16.000 fetum, og sjálfstýringin að sjálfsögðu á,“ segir Þráinn Hafsteinsson, flugstjóri hjá flugfélaginu Erni, sem náði þessari sérstöku mynd af Eyjafirði, Akureyri og fjallalandslaginu sem umlykur hin nyrðri vé Íslands.

„Ég varð hálfhissa á útkomunni, tekið á síma og ekkert „súmmað“ [þysjað], birtan er sérstök og þetta gerir Akureyri og umhverfið svipmeira,“ segir Þráinn í samtali við mbl.is en hann flýgur tvisvar til þrisvar í viku frá Reykjavík til Húsavíkur fyrir Erni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert