Tafðist í fjóra tíma í Frankfurt

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Þrjár flugvélar Icelandair hafa tekið á loft eftir að hafa setið fastar á flugvöllum í Evrópu vegna ísingar. Á flugvellinum í Frankfurt voru miklar tafir og sat flugvél Icelandair föst í fjóra tíma. 

Það voru seinkanir í London, Zürich og Frankfurt vegna vetrarhörku en allar þrjár vélarnar eru á leiðinni til landsins,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Hann segir að á þessum árstíma geti veður ófyrirséð sett strik í reikninginn.

Töfin í flugvellinum í Frankfurt sem er stærsti flugvöllur Þýskalands nam fjórum klukkustundum en fréttaveita AFP greinir frá því að þar hafi yfir 300 flugferðum verið frestað eða aflýst á flugvellinum í dag vegna ísingar. 

Búist er við að fleiri flugferðum frá Frankfurt verði frestað eftir því sem líður á kvöldið en engar fleiri ferðir til Keflavíkurflugvallar voru áætlaðar í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert