Ungmenni á ótraustum ís

mbl.is/Hjörtur

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst um klukkan 14 í dag tilkynning um að nokkur ungmenni væru komin út á íshellu sem lá yfir hluta Lækjarins í Hafnarfirði.

Þar sem ísinn var ekki talinn traustur fór lögreglan á vettvang og ræddi við ungmennin og gerði þeim grein fyrir hættunni sem getur stafað af þessu.

Sama var upp á teningnum er tilkynnt var um börn að leik á ís á Rauðavatni klukkan rúmlega þrjú í dag. Lögreglan fór á vettvang og voru þar bæði börn og fullorðnir að leik. Ísinn var hins vegar talinn traustur og því ekki ástæða til frekari aðgerða en áréttað var að fólk færi varlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert