Gefa út nokkur fiskeldisleyfi á næstunni

Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva vonast til að útgáfa starfs- og rekstrarleyfa …
Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva vonast til að útgáfa starfs- og rekstrarleyfa gangi betur á næstunni en verið hefur. mbl.is/Helgi Bjarnason

Á annan tug umsókna um starfs- og rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi er í vinnslu hjá Matvælastofnun og Umhverfisstofnun.

Þrjú leyfanna verða væntanlega gefin út á næstu vikum og búist er við að 5-7 leyfi til viðbótar verði gefin út á fyrri hluta næsta árs.

Leyfin sem lengst eru komin í vinnslu eru stækkun hjá Arctic Sea Farm í Dýrafirði og leyfi sama fyrirtækis og Arnarlax í Patreks- og Tálknafirði, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert