Ákærður fyrir 12 milljóna skattabrot

Héraðssaksóknari.
Héraðssaksóknari. mbl.is/Ófeigur

Karlmaður um sextugt hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum með því að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti upp á 11,8 milljónir á fjögurra ára tímabili frá 2008 til 2011.

Nema meint brot mannsins á bilinu 2 til 2,5 milljónir fyrstu þrjú árin og 4,6 milljónir árið 2011 samkvæmt ákæru málsins, en brotin áttu sér stað í tengslum við sjálfstæðan atvinnurekstur mannsins.

Maðurinn er auk þess ákærður fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að færa lögboðið bókhald og vanrækt að varðveita fylgiskjöl og önnur bókhaldsgögn vegna atvinnustarfseminnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert