Forrit um jólasveina fyrir illa áttaða foreldra

Ketkrókur kemur til byggða 23. desember.
Ketkrókur kemur til byggða 23. desember. skjáskot

„Okkur fannst vanta áminningu um hvaða jólasveinn væri að koma til byggða,“ segir Hrönn Róbertsdóttir sem bjó til snjallforritið Jólasveinar með kærasta sínum Sölva Logasyni. Forritið greinir frá því hvaða jólasveinar koma til byggða fram að jólum. 

„Þetta var skyndiákvörðun. Við byrjuðum á þessu fyrir einni og hálfri viku og skelltum í appið á þremur dögum. Það var samþykkt í gær en þetta var alveg á síðustu stundu,“ segir forritarinn Hrönn. 

Frítt og engar auglýsingar

Forritið er frítt og engar auglýsingar og er bæði aðgengilegt iPhone og Android síma. Tvisvar á dag birtist tilkynning, klukkan þrjú og níu um kvöldið, sem segir hvaða sveinn kemur væntanlega með eitthvað til að gleðja lítil börn.   

Kvæði Jóhannesar úr Kötlum um jólasveinana fylgir einnig með. Myndirnar af jólasveinunum hannaði þýskur hönnuður. 

Hægt er að sækja forritið á vefsíðunni jolasveinar.club

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert