Frystiskipið Berlín í kjölfar Cuxhaven

Berlín NC 105 hélt á veiðar í Barentshafi fyrir helgi. …
Berlín NC 105 hélt á veiðar í Barentshafi fyrir helgi. Skipið er 81 metra langt frystiskip.

Berlín NC 105, nýr frystitogari Deutsche Fischfang Union, DFFU, dótturfélags Samherja í Þýskalandi, hélt á veiðar í Barentshafi fyrir helgi.

Skipið var smíðað hjá Myklebust-skipasmiðastöðinni í Noregi og er systurskip Cuxhaven NC100, sem afhent var í sumar og hélt í sína fyrstu veiðiferð í lok ágúst.

Fram kemur á vefsíðu Fiskeribladet í Noregi að smíðaverðið á hvoru skipi sé um 400 milljónir norskra króna eða um fimm milljarðar íslenskra króna. Cuxhaven var fyrsta nýsmíði Deutsche Fischfang Union í 21 ár, en það skip sem þá var smíðað bar sama nafn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert