Laun lögmanna rædd í Hæstarétti

Ástráður Haraldsson og Jó­hann­es­ Rún­ar Jó­hanns­son­.
Ástráður Haraldsson og Jó­hann­es­ Rún­ar Jó­hanns­son­. Samsett mynd

Laun og arðgreiðslur þeirra Ástráðs Haraldssonar og Jóhannesar Rúnars Jónssonar komu til tals í málflutningi á áfrýjunarmálum þeirra gegn íslenska ríkinu vegna skipunar Landsréttardómara í Hæstarétti í morgun.

Þeir fara fram á eina milljón króna í miskabætur hvor, auk þess að ríkið greiði málskostnað, vegna þess tjóns sem þeir segjast hafa orðið fyrir vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra um að skipta út fjórum af þeim fimmtán sem dómnefnd taldi hæfasta í starfið og leggja til að fjórir aðrir úr hópi umsækjenda yrðu ráðnir í staðinn. Ástráður og Jóhannes Rúnar voru á meðal þeirra fjögurra sem ráðherra skipti út.

Hæstiréttur hefur áður staðfest niðurstöðu héraðsdóms um að vísa frá dómi ógildingarkröfu þeirra vegna skipan dómara við Landsrétt.

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Golli

Hefði orðið fyrir umtalsverðri kjaraskerðingu

Varðandi bótakröfu Ástráðs sagði Víðir Smári Petersen, sem fer með málið fyrir hönd ríkisins, að vaknað hafi upp spurningar hvers vegna hann vilji ekki upplýsa um tekjur sínar. Skattframtöl hans hafi ekki verið lögð fram þrátt fyrir áskoranir þar um. Lögmaðurinn taldi að Landsréttardómarar muni fá í kringum 1,5 milljónir króna í laun á mánuði en samkvæmt tekjublaði DV hafi laun hans verið 1,8 miljónir króna á mánuði, „langt umfram Landsrétt“.

Ástráður hefði ekki getað haldið áfram að reka lögmannsstofu sína hefði hann orðið dómari við Landsrétt en gera megi ráð fyrir því að hagnaðurinn af henni sé greiddur út sem arður. Taldi Víðir Smári að Ástráður hafi fengið 18 til 21 milljón króna á ári í arð frá lögmannsstofu sinni. Hann hefði því orðið fyrir umtalsverðri kjaraskerðingu ef hann hefði verið skipaður dómari við Landsrétt.

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert

„Mun meiri hátekjumaður en Ástráður“

Hvað Jóhannes Rúnar Jónsson varðar kom fram í máli lögmanns hans, Jóhannesar Karls Sveinssonar, að Jóhannes Rúnar stundi nú MBA-nám við Cambridge-háskóla. Hann hafi haft góðar tekjur er hann starfaði hjá Kaupþingi til ársins 2016 en núna sé hann í námi og hafi því ekki slíkar tekjur. Fram kom að hann sinni verkefnum sem lögmaður og lögfræðingur, auk þess sem hann reki enn lögmannsstofu sína.

Víðir Smári sagði að Jóhannes Rúnar væri muni meiri hátekjumaður en Ástráður. Hann hafi verið með 3,4 milljónir á mánuði á síðasta ári og að hagnaður af rekstri lögmannsstofu hans hefði verið 50 til 63 miljónir króna á síðustu tveimur árum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert