Málið á borði héraðssaksóknara

Frá lögregluaðgerðum á Hagamel í lok september.
Frá lögregluaðgerðum á Hagamel í lok september. mbl.is/Golli

Rannsókn lögreglu á morðinu á Sanitu Braune, 44 ára gam­alli konu frá Lett­landi, lauk í síðustu viku. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að héraðssaksóknari taki ákvörðun um það fljótlega hvort ákæra verði gefin út í málinu.

Sanita var myrt á Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur 21. september og hefur maðurinn, sem grunaður er um að hafa orðið Braune að bana, setið í gæsluvarðhaldi síðan þá og er enn í haldi.

„Rannsókn lauk í síðustu viku og var send til héraðssaksóknara sem á eftir að taka ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra í málinu eða ekki,“ segir Grímur.

At­b­urðarás­in ligg­ur fyr­ir að mestu leyti. Hinn grunaði hef­ur játað að hafa slegið til Sanitu og veitt henni höfuðhögg með slökkvi­tæki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert