Mikil lækkun á verði notaðra bíla

Þegar bílaleigubílar koma inn á sölurnar á haustin þrýsta þeir …
Þegar bílaleigubílar koma inn á sölurnar á haustin þrýsta þeir verði notaðra bíla niður. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Verð á notuðum bílum hefur lækkað um nærri 20% á síðasta misserinu eða svo og í sumum tilvikum mun meira. Þar ræður meðal annars sterkt gengi krónunnar sem leiðir af sér lægra verð á nýjum bílum. Það hefur heildstæð áhrif á öllum markaðnum.

Þá koma til sölu – til dæmis á haustin – bílaleigubílar í því magni að tala má um offramboð svo endursöluverð lækkar verulega. Ívilnanir í gjöldum sem leggjast á nýja umhverfisvæna bíla, svo sem rafmagns- og tvinnbíla, hafa áhrif í sömu átt.

„Framboðið á bílum er mikið um þessar mundir,“ segir Marinó Björnsson, bílasali hjá Bílalífi á Klettshálsi í Reykjavík í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Í sama streng taka starfsbræður hans hjá öðrum fyrirtækjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert