Réttindalaus rútubílstjóri stöðvaður í annað sinn

Maðurinn hafði áður verið stöðvaður fyrir sama brot.
Maðurinn hafði áður verið stöðvaður fyrir sama brot. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Í síðustu viku hafði lögreglan á Suðurlandi afskipti af ökumanni með kínverskt ríkisfang sem reyndist ekki hafa almennt rekstrarleyfi til aksturs með farþega og að auki hafði hann ekki aukin ökuréttindi til slíks. Var hann að aka með farþega sína í Bláa lónið. Sami maður var stöðvaður vegna sams konar brots í haust en virðist ekki hafa látið það sér að kenningu verða. Í tilkynningu frá lögreglu segir að athygilsvert hafi verið að vinnuveitandi hans var með í för þetta sinn.

Í heildina voru sjö ökumenn kærðir í liðinni viku fyrir að aka bifreið sviptir ökurétti. Einn þeirra reyndist að auki ölvaður. Tveir ökumenn reyndust aka bifreiðum sínum þrátt fyrir að hafa aldrei öðlast ökuréttindi og aðrir tveir reyndust aka bifreiðum sínum þrátt fyrir að ökuréttindi þeirra væru útrunnin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert