Starfsfólki sagt upp á hverju ári

Dæmi eru um að eldri konur hafi starfað með þessum …
Dæmi eru um að eldri konur hafi starfað með þessum hætti áratugum saman. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Starfsfólki í mötuneyti og á kaffistofum Háskóla Íslands er gjarnan sagt upp störfum á vorin og svo endurráðið að hausti. Dæmi eru um að eldri konur hafi starfað með þessum hætti áratugum saman. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Guðný Gústafsdóttir, doktor í kynjafræði, tók nýverið örviðtöl við nokkra starfsmenn við ræstingar, mötuneyti og á kaffistofum skólans, þar sem þeir greindu frá þessu starfsfyrirkomulagi.

Guðný sagði í samtali við RÚV að fólkið væri því án allra réttinda og launaðs sumarleyfis. Það starfaði við aðstæður sem varla samræmdust íslenskum lögum og alls ekki jafnréttislögum, sem væri mjög bagalegt.

Störfin falla ekki undir rekstur háskólans en ræstingar á háskólasvæðinu eru boðnar út á þriggja ára fresti og Félagsstofnun Stúdenta sér um að ráða starfsfólk í mötuneyti og á kaffistofur, að fram kemur í frétt RÚV. En Félagsstofnun stúdenta staðfesti að hluti starfsfólksins væri ráðinn inn á tímabundnum samningum með þessum hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert