Þau hljóta Kraumsverðlaunin 2017

Fjórar konur eru í hópi verðlaunahafana og ein kvennahljómsveit.
Fjórar konur eru í hópi verðlaunahafana og ein kvennahljómsveit.

Kraumsverðlaunin voru afhent í tíunda sinn nú rétt í þessu á veitinga- og tónleikastaðnum Bryggjunni. Sex hljómsveitir og listamenn hlutu Kraumsverðlaunin í ár. Á meðal verðlaunahafanna eru fjórir kvenkyns listamenn og ein hljómsveit, Cyber, sem aðeins er skipuð konum. 

Kraumsverðlaunin 2017 hljóta:

  • Cyber fyrir Horror
  • GlerAkur fyrir The Mountains Are Beautiful Now
  • Hafdís Bjarnadóttir fyrir Já
  • JFDR fyrir Brazil
  • SiGRÚN fyrir Smitari
  • Sólveig Matthildur fyrir Unexplained miseries & the acceptance of sorrow

Kraumsverðlaunin eru árleg plötuverðlaun tónlistarsjóðsins Kraums sem starfræktur er á vegum Auroru velgerðasjóðs. Alls hafa rúmlega fimmtíu hljómsveitir og listamenn hlotið Kraumsverðlaunin frá því þau voru fyrst veitt árið 2008.

Í tilkynningu segir að greinilegt sé að mikil gróska sé í íslensku tónlistarlífi hvað útgáfustarfsemi varðar, enda hafi dómnefnd verðlaunanna farið yfir 374 útgáfur í vinnu sinni og vali á Kraumsverðlaunum 2017. 

Þá segir að fjölbreytni einkenni verðlaunaplöturnar í ár sem koma úr geirum hip hop og rapps, rokk, popp, raf- og tilraunatónlistar, en Kraumsverðlaunin eru ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. 

Kraumsverðlaununum er ætlað að kynna og styðja við útgáfustarfsemi íslenskra tónlistarmanna og hljómsveita með því að verðlauna og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi - og þeim verkum sem þykja skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert