Árangur í baráttunni

Því er sérstaklega fagnað að Alþingi hefur sett alþingismönnum siðareglur.
Því er sérstaklega fagnað að Alþingi hefur sett alþingismönnum siðareglur. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Baráttan gegn spillingu á Íslandi hefur skilað árangri en þörf er á meira gagnsæi í upplýsingum um fjármál þingmanna.

Kemur þetta fram í skýrslu ríkjahóps gegn spillingu (GRECO), sem Evrópuráðið birtir í dag, og um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Fram kemur í skýrslunni að stjórnvöld á Íslandi hafi framkvæmt sumt af því sem ríkjahópurinn lagði til í skýrslum á síðasta ári til að draga úr hættu á spillingu meðal alþingismanna, dómara og saksóknara. Því er sérstaklega fagnað að Alþingi hefur sett alþingismönnum siðareglur. Ekki þykir það þó nægjanlegt og eru stjórnvöld landsins hvött til að koma á meira gagnsæi og auka virkni og trúverðugleika í sambandi við fjárhagsupplýsingar sem þingmenn veita.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert