Giljagaur verslar á netinu

Giljagaur hefur gert víðreist upp á síðkastið og lagði meðal …
Giljagaur hefur gert víðreist upp á síðkastið og lagði meðal annars á sig langt og strembið ferðalag til Nepal á vegum UNICEF á Íslandi. Teikning/Brian Pilkington

Jólasveinninn Giljagaur hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að hann hyggist ekki fara að tillögum jólagjafaráðs um hvað hann eigi að gefa í skóinn. Hann er þar með annar íslenski jólasveinninn sem tekur afstöðu gegn jólasveinaráði, en í gær var greint frá því að Stekkjastaur hygðist fara sínar eigin leiðir í gjafavali. 

„Því miður eru tillögur ráðsins í ár ekki nógu vandaðar,“ segir í tilkynningu Giljagaurs. „Gjafir ættu að vera gagnlegar. Á sannargjafir.is er til dæmis hægt að kaupa hlý teppi sem geta veitt börnum á flótta skjól, og koma að verulegu gagni þegar hamfarir og stríð neyða börn og fjölskyldur þeirra til að flýja að heiman. Ég þekki kulda af eigin raun og finnst teppi tilvalin gjöf.“ 

Það getur verið vandasamt að ákveða hvað skuli gefa í skóinn. Sannar gjafir eru frábærar í skóinn, undir tréð eða við annað fallegt tilefni – hægt er að kaupa gjöf sem bjargar lífi barna hér.

Mbl.is heldur samstarfi sínu við jólasveinana áfram og mun birta nýtt myndband í jólatagatali UNICEF á hverjum degi fram að jólum. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, berst fyrir réttindum allra barna á heimsvísu.

Hlý teppi halda hita á börnum í flóttamannabúðum
Hlý teppi halda hita á börnum í flóttamannabúðum Ljósmynd/UNICEF
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert