Jólaverslun hefur gengið vel

Kringlan skreytt í tilefni jólahátíðarinnar.
Kringlan skreytt í tilefni jólahátíðarinnar. mbl.is/​Hari

Jólaverslun í Kringlunni og Smáralind fór snemma af stað í ár og hefur gengið mjög vel það sem af er desember. „Það er rúmlega 4% aukning í aðsókn fyrstu tíu dagana í desember,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar.

„Allar þessar breytingar sem hafa átt sér stað í húsinu á árinu eru að skila sér. Árið hefur allt verið á uppleið en ekki eins mikið og jólaverslun gefur til kynna.“

Nóvember var líka góður mánuður hjá báðum verslunarmiðstöðvunum. Fólk fór fyrr af stað til að nýta sér góð tilboð eins og á svörtum föstudegi og miðnæturopnunum. „Svo held ég að aukinn kaupmáttur skýri að hluta þessa þróun,“ segir Sigurjón Örn í Morgunblaðinu í dag og bendir sér til stuðnings á að dýrari hlutir séu hreyfanlegri núna en oft áður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert