Sakamál gegn Sinnum felt

Í greinagerð saksóknara segir að ríkari sönnunarbyrði sé í sakamálum …
Í greinagerð saksóknara segir að ríkari sönnunarbyrði sé í sakamálum en við einkamálssókn. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Héraðssaksóknari hefur ákveðið að fella niður sakamál gegn hjúkrunarfyrirtækinu Sinnum og starfsmanni þess vegna andláts átta ára stúlku, Ellu Dísar Laurens, í umsjón fyrirtækisins að því er greint var frá í fréttatíma RÚV.

Áður hefur verið sagt frá því að héraðsdómur Reykjavíkur telji andlát barnsins rakið til stórfellds gáleysis Sinnum og hafði fyrirtækið og starfsmaður þess réttastöðu sakbornings í málinu.

Segir í greinagerð saksóknara sem mbl.is hefur undir  höndum að ekki séu taldar líkur á sakfellingu með hliðsjón af rannsóknargögnum og málið því felt niður.

Hefur RÚV eftir Rögnu Erlendsdóttir, móður Ellu Dísar, að hún hyggist kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara. 

Sinnum með réttarstöðu sakbornings

Ella Dís var átta ára göm­ul þegar hún lést eft­ir að hafa orðið fyr­ir heilaskaða í um­sjón fyr­ir­tæk­is­ins.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi Sinn­um í október á þessu ári til að greiða Rögnu Er­lends­dótt­ur, móður Ellu Dís­ar, þrjár millj­ón­ir króna í bæt­ur vegna and­láts dótt­ur henn­ar, en hún hafði stefnt fyr­ir­tæk­inu og Reykja­vík­ur­borg vegna stór­fellds gá­leys­is sem hafi valdið dauða Ellu Dís­ar. 

Var það mat Héraðsdóms að and­lát Ellu Dís­ar yrði rakið til stór­fellds gá­leys­is stjórn­enda Sinn­um ehf., sem hefðu sett ófag­lærðan starfs­mann í aðstæður sem hann gat ekki ráðið við, en Ella Dís var með sjald­gæf­an tauga­sjúk­dóm og var háð önd­un­ar­vél. 

Í greinargerð saksóknara segir að ríkari sönnunarbyrði sé í sakamálum en við einkamálssókn. Flesti bendi til að Ella Dís hafi orðið fyrir alvarlegum súrefnisskorti er barkaraufartúpa á hálsi hennar stíflaðist eða færðist úr stað með þeim afleiðingum að súrefnismettun féll.  Líklegast sé að túpan hafi færst úr stað þegar starfsmaðurinn færði Ellu Dís milli stóla. Starfsmaðurin kveðst hins vegar ekki hafa orðið var við að túpan færðist úr stað, né heldur hafi hann talið túpuna stíflaða.

Er það mat þeirra sem þekktu til ummönnunar Ellu Dísar að starfsmaðurinn hefði engu að síður átt að skipta um túpu. Ljóst er hins vegar ekki hafi verið til staðar sérstök neyðaráætlun sem starfsmaninum hafi borið að fylgja við aðstæður sem þessar og því sé ekki fallist á að starfsmaðurinn hafi með athöfnum sínum og athafnaleysi gerst brotlegur við hegningarlög.

Þá hafi lík Ellu Dísar hafi ekki verið krufið og því ekki „unnt að fullyrða hvort aðrir þættir kunni mögulega að skýra það ástand sem skapaðist.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert