Tryggir valfrelsi launþega

Halldór Benjamín Þorbergsson
Halldór Benjamín Þorbergsson

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hafa lagt fram sameiginlega tillögu á útfærslu tilgreindrar séreignar. Það gerðu þeir á fundi með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á mánudaginn.

„Við lögðum fram tillögu sem er í skoðun hjá fjármálaráðuneytinu. Mitt mat er að hún leysi ákveðna áskorun í tengslum við tilgreindu séreignina sem snýr að valfrelsi launþega. Skv. tillögunni geta þeir ráðið því hvar þeir ávaxta tilgreindu séreignina, en ágreiningur hefur verið um það undanfarið,“ segir Halldór í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Haft var eftir Gylfa í Morgunblaðinu 11. nóvember að vegna óvissu um tilgreinda séreign hefði ASÍ lagt til að heimild sjóðfélaga til þess að verja 2% viðbótarframlagi í tilgreinda séreign yrði frestað og að það rynni til samtryggingar þar til óvissunni yrði eytt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert