25 ár frá sendingu fyrstu smáskilaboðanna

Margir hafa áhyggjur af að aukin notkun textaskilaboða valdi hrakandi …
Margir hafa áhyggjur af að aukin notkun textaskilaboða valdi hrakandi tilfinningu fyrir tungunni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þegar Neil Papworth, 22 ára verkfræðingur í Bretlandi, ákvað að senda vini sínum Richard Jarvis, yfirmanni hjá Vodafone, kveðju hinn 3. desember árið 1992 óraði hann ekki fyrir því að þess yrði minnst aldarfjórðungi síðar sem mikilvægra tímamóta í tæknibyltingunni.

Jarvis var þá staddur í jólaboði fyrirtækisins og kveðjan var einfaldlega „Merry Christmas“ eða „Gleðileg jól“. Papworth sendi hana úr tölvu sinni í farsíma Jarvis. Þar með var fyrsta „sms-ið“ eða smáskilaboðin orðin að veruleika. Í byrjun þessa mánaðar var því 25 ára afmæli þessa samskiptamáta sem allar götur síðan hefur haft gífurleg áhrif á það hvernig fólk talar saman í texta frekar en tali.

„Ég held ég hafi ekki svo mikið sem haft einn bjór út úr þessu,“ sagði Papworth brosandi í samtali við Sky News. Í viðtali sem birtist í tæknimiðlinum Gadgets 360 segir hann: „Árið 1992 hvarflaði ekki að mér hversu vinsæl smáskilaboð myndu verða og að þau myndu geta af sér öll þessi myndtákn (emojis) og skilaboðaöpp sem milljónir manna nota um allan heim. Það er ekki fyrr en nýlega sem ég sagði börnunum mínum að það hefði verið ég sem sendi þetta fyrsta sms. Og þegar ég lít til baka verður mér ljóst að jólakveðjan sem ég sendi markaði þáttaskil í sögu farsímans.“

Sjá umfjöllun um þessi tímamót í fjarskiptum í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert