Búið að bera kennsl á líkið

Lögregla rannsakar líkfund.
Lögregla rannsakar líkfund. mbl.is/Eggert

Lögregla hefur borið kennsl á lík manns sem fannst í Foss­vog­in­um um fjög­ur­leytið í fyrradag. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir það í samtali við mbl.is en maðurinn var Íslendingur á fertugsaldri.

Gangandi vegfarendur urðu varir við manninn og gerðu lögreglu viðvart en hann fannst í læk í Fossvogsdalnum. Margeir segir að ekki sé talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Lögregla rannsakar málið en Margeir vonar að krufning hjálpi til við að skýra hvað gerðist. Eins og kom fram í gær er ekki talið að langur tími hafi liðið frá andláti mannsins og þar til hann fannst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert