Gert við gestahús forseta

Gestahús forseta Íslands að Laufásvegi 72.
Gestahús forseta Íslands að Laufásvegi 72. Mynd/ja.is

Gert er ráð fyrir 32 milljóna króna framlagi í fjárlögum næsta árs vegna viðhaldsframkvæmda á húseigninni að Laufásvegi 72 í Reykjavík, gestahúsi forseta Íslands.

Í fjárlagafrumvarpinu, sem kynnt var í dag, segir að brýnt sé að gera við húsið að
utanverðu til að fyrirbyggja frekari skemmdir og til að varðveita þær viðgerðir sem
þegar hafa verið unnar.

Þá er gert ráð fyrir að fjárframlög til embættis forseta Íslands hækki tímabundið um 25 milljónir króna á næsta ári  vegna fjölda ríkisheimsókna og væntrar móttöku erlendra þjóðhöfðingja á árinu 2018 í tengslum við hátíðarhöld vegna aldarafmælis fullveldis Íslands þann 1. desember. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert