Í síðasta kolmunnatúr fyrir jól

Bjarni Ólafsson AK er á landleið með kolmunna.
Bjarni Ólafsson AK er á landleið með kolmunna.

Þokkalegasta fiskirí hefur verið á kolmunnamiðum suðaustur af Færeyjum síðustu daga. Átta íslensk uppsjávarskip voru á miðunum í gær; Venus, Víkingur, Aðalsteinn Jónsson, Jón Kjartansson, Börkur, Beitir, Heimaey og Sigurður.

Gísli Runólfsson og hans menn á Bjarna Ólafssyni AK voru hins vegar á leið til Neskaupstaðar eftir góðan túr í færeyska lögsögu.

Líklegt er að flest skipin séu í sínum síðasta túr fyrir jól, en lögbundið frí á uppsjávarskipunum er frá og með 20. desember Þau mega síðan halda til veiða aðfaranótt 3. janúar, en þá er spurning hvort haldið verður til loðnuveiða eða aftur á kolmunna. Yfirleitt tekur siglingin af miðunum yfir 30 tíma eftir því hvert er haldið. aij@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert