Kynning á fjárlagafrumvarpinu - myndskeið

Bjarni Benediktsson kynnti frumvarpið klukkan 9.
Bjarni Benediktsson kynnti frumvarpið klukkan 9. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti ný fjárlög ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2018 á fundi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 9 í morgun. Vinnu við frumvarpið var lokið af stjórnarflokkunum fyrir um viku, en ráðuneytið hefur haft það til vinnslu síðan þá.

mbl.is sýndi beint frá kynningu ráðherra, en upptöku frá fundinum má nú sjá hér fyrir neðan.

Eftir hádegi verður svo þingsetningarathöfn sem hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni og svo mun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setja 148. löggjafarþing.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert