Staðfesti úrskurð Félagsdóms

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Golli

Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Félagsdóms þar sem máli Kennarasambands Íslands gegn íslenska ríkinu var vísað frá.

Kennarasambandið krafðist þess að viðurkennt væri að bókun Kvennaskólans í Reykjavík og Kennarasambandsins frá því í júní árið 2015 væri skuldbindandi.

Málið snerist um styttingu á námstíma til stúdentsprófs, úr fjórum árum í þrjú, og kjaraviðræður í tengslum við það. 

Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í byrjun nóvember vegna málsins kom fram að ekki væri unnt að líta svo á að bókunin geti talist kjarasamningur eða ígildi kjarasamnings og því falli það utan lögsögu Félagsdóms að fjalla um skuldbindingarkröfu bókunarinnar.

Í úrskurði sínum tók héraðsdómur meðal annars fram að fjármála- og efnahagsráðuneytið hefðu ekki komið að gerð bókunarinnar en samkvæmt lögum um kjarasamninga færi ráðherra ráðuneytisins með fyrirsvar ríkissjóðs við gerð og framkvæmd kjarasamninga.

Dómur Hæstaréttar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert