Þingsetningarathöfn hafin

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, aldursforseti þingsins, og …
Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, aldursforseti þingsins, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ganga til guðsþjónustu. mbl.is/Eggert

Setning 148. löggjafaþings fer fram í dag. Þingsetningarathöfnin hófst kl. 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, starfandi forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn gengu fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu.

Að guðsþjónustu lokinni er gengið til þinghússins þar sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur Alþingi, 148. löggjafarþing, og að því loknu tekur starfsaldursforseti, Steingrímur J. Sigfússon, við fundarstjórn, ávarpar þingið, flytur minningarorð og stjórnar kjöri kjörbréfanefndar.

Þingsetningin er í beinni útsendingu á vef Alþingis. 

Forseti Íslands, biskup Íslands og alþingismenn gengu fylktu liði úr …
Forseti Íslands, biskup Íslands og alþingismenn gengu fylktu liði úr Alþingishúsinu yfir í Dómkirkjuna. mbl.is/Eggert
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert