Varúð hreindýr á veginum

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi. 

Á Suður- og Suðvesturlandi er víðast hvar hálka og hálkublettir. Hálka er á flestum vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum. Flughált er á Steingrímsfjarðarheiði og þæfingur á Þröskuldum. Ófært er yfir Dynjandis- og Hrafnseyrarheiði.

Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Norðurlandi og éljagangur í Eyjafirði. Flughálka er í Langadal og Vatnsskarði, eins er flughálka í Norðurárdal.

Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Austurlandi. Með suðausturströndinni er allvíða hálka eða hálkublettir á vegum. Ófært um Öxi og Breiðdalsheiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert