Innkalla ís frá Valdísi

Um er að ræða ís með jarðarberja- og ostakökubragði sem …
Um er að ræða ís með jarðarberja- og ostakökubragði sem fór í dreifingu um allt land. Ófeigur Lýðsson

Emmess ís hefur innkallað Valdís með jarðarberja- og ostakökubragði í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna gruns um mögulegt kólígerlasmit. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ráðhúsi Reykjavíkur.

Um er að ræða varúðarráðstöfun vegna misvísandi örverumælinga. Innköllunin á einungis við um Valdís með áðurnefndu bragði sem merktur er að sé bestur fyrir 7. júní 2019. Ísinn fór í dreifingu um land allt.

Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna eru beðnir að skila henni í höfuðstöðvar Emmess íss að Bitruhálsi 1 í Reykjavík eða Njarðarnesi 10 á Akureyri. Að öðrum kosti eru þeir beðnir að hafa samband við Emmess ís í gegn um síma eða netfang.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert