Kaupaukagreiðslur verði teknar til baka

Lýsing er að fullu í eigu Klakka.
Lýsing er að fullu í eigu Klakka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn Klakka ákvað í gær að mæla með því við hluthafa félagsins að fyrirhugaðar kaupaukagreiðslur, sem samþykkar voru á hluthafafundi síðastliðinn mánudag, verði dregnar til baka.

Ástæðan er hörð viðbrögð sem greiðslurnar hafa vakið hjá almenningi, fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar og fleirum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Stjórnin segist í yfirlýsingu hafa hlýtt á athugasemdir sem fram hafi komið vegna þessa máls og telji að óhjákvæmilegt sé að bregðast við til að skapa traust, enda sé það grundvöllur allra viðskipta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert