Krefjast áframhaldandi varðhalds

Klevis Sula.
Klevis Sula.

Lögregla mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa stungið tvo albanska pilta, annan til ólífis, á Austurvelli aðfaranótt 3. desember. Núverandi varðhald yfir honum rennur út í dag.

Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Farið verður fram á fjögurra vikna varðhald á grundvelli almannahagsmuna.

Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi er Íslendingur á þrítugsaldri. Klevis Sula lést af sárum sínum fyrir viku en hinn pilturinn var útskrifaður af spítala fljótlega eftir árásina. Klevis ætlaði að ætlaði rétta árás­ar­mann­in­um hjálp­ar­hönd en var stung­inn að til­efn­is­lausu.

Margeir segir að rannsókn málsins gangi vel en lögregla hefur yfirheyrt tíu manns vegna þess. Hún hefur auk þess stuðst við myndefni úr eftirlitsmyndavélum til að reyna að átta sig á atburðarásinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert