Launaskriðið heldur áfram

Mest hafa laun þeirra hækkað sem heyra undir kjararáð, en …
Mest hafa laun þeirra hækkað sem heyra undir kjararáð, en þingmenn eru þar á meðal. mbl.is/Kristinn Magnússon

Laun hinna ýmsu hópa sem starfa hjá ríkinu hafa hækkað um 1,4% til 6,3% í ár. Laun félagsmanna hjá ASÍ hækkuðu hlutfallslega mest, eða um tæplega 30 þúsund krónur.

Fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að heildarlaun félagsmanna hjá ASÍ voru að meðaltali rúmar 469 þúsund fyrstu níu mánuði ársins, borið saman við rúmar 441 þúsund krónur að meðaltali á mánuði í fyrra.

Félagsmenn í Skurðlæknafélagi Íslands hafa hæstu meðallaunin hjá hinu opinbera, tæpar 2 milljónir. Heildarlaun þeirra hafa hækkað um 434 þúsund á mánuði síðan 2014. Þá hafa laun lækna hækkað um 300 þúsund á mánuði frá 2014 og eru launin nú að meðaltali 1.495 þúsund. Þá eru meðallaun hjúkrunarfræðinga orðin tæplega 787 þúsund, eða um 42 þúsund kr. hærri en í fyrra.

Laun hópa ríkisstarfsmanna hafa hækkað um 19,2% til 30,1% frá 2014, segir í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert