Samningar náðust ekki í kvöld

Fundur hefst að nýju klukkan eitt á morgun.
Fundur hefst að nýju klukkan eitt á morgun. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fundi Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, vegna flugvirkja hjá Icelandair, lauk í kvöld án þess að samningar næðust. Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, sagði þó einhverjar þreifingar vera í gangi á milli manna þegar mbl.is ræddi við hann á tíunda tímanum í kvöld. Fundur hefst að nýju klukkan eitt á morgun.

Gunnar sagði þó of snemmt að segja til um það hvort það væri útlit fyrir að menn næðu saman áður en til verkfalls kæmi. „Við bara höldum áfram að vera vongóðir, en það verður væntanlega reynt til þrautar á morgun.“ Flugvirkjar Icelandair hafa boðað til verkfalls sem hefst að öllu óbreyttu klukkan sex á sunnudagsmorgun.

Komi til verkfalls mun það hafa áhrif á 10 þúsund farþega Icelandair á hverjum degi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert