Skíðasvæði víða opin í dag

Kóngurinn, fjögurra sæta lyfta skíðasvæðis Bláfjalla, verður settur í gang …
Kóngurinn, fjögurra sæta lyfta skíðasvæðis Bláfjalla, verður settur í gang kl. 14 í dag. Ómar Óskarsson

Skíðasvæði landsmanna verða víða opin í dag. Í Bláfjöllum verður opið frá kl. 14 til 21 og er öllum boðið frítt í lyftur svæðisins. Fyrir um mánuði voru barnabrekkurnar opnaðar í einn laugardag, en í dag verða stóru brekkurnar opnaðar í fyrsta sinn þennan veturinn.

Þær lyftur sem opnar verða í dag eru Kóngurinn, Amma mús, Hérastubbur, Patti broddgöltur og Töfrateppið. Á Suðursvæði skíðasvæðisins opna Jón Oddur, Jón Bjarni og Mikki refur kl. 18.

Í Hlíðarfjalli verður opið frá kl. 16 til 19 í dag, og er veður milt og fallegt og troðinn þurr snjór á skíðaleiðum samkvæmt Facebook-síðu skíðasvæðisins.

Opið verður á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar frá kl. 15 til 20 í dag.

Skíðasvæði Tindastóls verður opið á morgun, laugardag, og stefnt er að opnun sama dag á skíðasvæðinu í Stafdal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert