Starfsfólki bankanna fækkar hratt

Starfsumhverfi bankanna breytist, sem leiðir af sér fækkun starfsfólks.
Starfsumhverfi bankanna breytist, sem leiðir af sér fækkun starfsfólks. mbl.is/Samsett mynd Eggert Jóhannesson

Á síðasta áratug hefur starfsfólki í bönkum og sparisjóðum fækkað um tæplega 1.500 og bankaútibúum fækkað um rúmlega 60.

Af þeim eru 1.500 sem horfið hafa til annarra starfa, það eru 35% starfsmanna í bankakerfinu, og eru konurnar um 1.100, hefur Morgunblaðið í dag eftir Friðbert Traustasyni, formanni SSF.

Í árslok 2008 voru 146 útibú viðskiptabanka starfrækt, en eru nú 84. Undanfarin sex ár hefur útibúum á höfuðborgarsvæðinu fækkað úr 37 í 21. Frá 2008 hefur útibúum á landsbyggðinni fækkað úr 99 í 63.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert