Umsóknarfrestur framlengdur til 4. janúar

mbl.is/Eggert

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja umsóknarfrest um embætti landlæknis, sem að óbreyttu hefði runnið út 20. desember, til 4. janúar næstkomandi.  Embættið var auglýst laust til umsóknar 10. nóvember síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu.

Heilbrigðisráðherra skipar landlækni til fimm ára í senn að fengnu mati nefndar sem skipuð er á grundvelli 9. gr. laga um heilbrigðisþjónustu til að meta hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana, að því er segir í tilkynningunni.

Skipað verður í embættið frá 1. apríl 2018 þegar Birgir Jakobsson lætur af störfum vegna aldurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert