Valt í Námaskarði

Við Námaskarð - mynd úr safni.
Við Námaskarð - mynd úr safni. mynd/Gísli Rafn Jónsson

Flutningabifreið með tengivagn valt í austanverðu Námaskarði í Mývatnssveit um níuleytið í gærkvöldi. Ökumaður, sem var einn í bifreiðinni, slasaðist ekki við óhappið, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðausturlandi.

Unnið verður að því í dag á milli 11:00 og 13:00 í að ná flutningabifreiðinni og tengivagni upp á veg og eru vegfarendur sem þar eiga leið um beðnir að sýna tillitssemi og þolinmæði þar sem nokkur fjöldi vinnuvéla verður á veginum í þessari björgun, segir á facebooksíðu lögreglunnar.

Lokanir verða beggja vegna skarðsins en hleypt verður í hollum þegar tækifæri gefast og því eru vegfarendur beðnir að sýna björgunarstörfum skilning og þolinmæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert