Fluttu fólk til byggða en skildu bílana eftir

Flughált var á veginum og var því ekki talið ráðlegt …
Flughált var á veginum og var því ekki talið ráðlegt að flytja bílana. Fólkinu var hisn vegar hjálpar til byggða. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveit Hafnarfjarðar var kölluð út á áttunda tímanum í kvöld vegna fólks sem var í vandræðum með bíla sína í mikilli hálku við Hjallaflatir í Heiðmörk. Voru tveir hópar björgunarsveitafólks komnir á vettvang um klukkan átta.

Flughált var á þessum slóðum í kvöld og ekki var talið heppilegt að reyna að koma bílunum í burtu, en flestir þeirra voru fólksbílar. Voru því 11 manns fluttir af vettvangi og fólkið aðstoðað við að komast til byggða, en bílarnir skildir eftir.

Þegar verkefnum var lokið á vettvangi fór björgunarsveitafólkið akandi um alla helstu vegi í Heiðmörk til að ganga úr skugga um að ekki væru fleiri í vanda. Rétt fyrir tíu var aðgerðum lokið og allir hópar komnir til baka í hús björgunarsveitarinnar að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörg.

Veginum hefur verið lokað, eins og komið hefur fram í tilkynningum frá lögreglu.

11 manns nutu aðstoðar björgunarsveita við að komast úr Heiðmörkinni.
11 manns nutu aðstoðar björgunarsveita við að komast úr Heiðmörkinni. Ljósmynd/Landsbjörg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert