Heiðraðar fyrir 25 ára starf

Þær fengu eggið eftir langan starfsferil hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Þær fengu eggið eftir langan starfsferil hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í vikunni var starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sem starfað hefur þar í 25 ár venju samkvæmt veitt viðurkenning.

Hún var listaverkið Eggið sem Kolbrún Björgólfsdóttir útbýr og hannar og á gripnum er svo mynd sem eiginmaður hennar, Magnús heitinn Kjartansson, gerði.

„Heilsugæslan er góður vinnustaður og starfsandinn fínn, þar sem ég þekki til,“ segir Ingrid Maria Svensson hjúkrunarfræðingur í Morgunblaðinu í dag en hún var ein þeirra kvenna sem viðurkenninguna fengu að þessu sinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert